
Blóm
Sigríður Ágústa útskrifaðist sem fatahönnuður frá Listaháskóla Íslands árið 2019 og hefur síðan þá að mestu unnið sjálfstætt.
Blómin eru unnin uppúr vintage blúnduefni sem er klippt niður þannig að ekkert verður afgangs. Strimlarnir eru svo teygðir varlega til og úr þeim gerðir garn. Því næst er heklað úr garninu og búin til blóm. Endarnir fá svo að standa eftir eins og stilkar.
Blóminu fylgir einnig næla sem má krækja í hvaða flík sem er. Einnig er hægt að nota böndin.
Blómið er tilvalin viðbót til að flikka upp á það sem þú átt nú þegar til í fataskápnum.